Kapalvišręšur ķ frosti

„Įróšurinn fyrir rafmagnskapli til Bretlands fer vaxandi. Įherslan er einhliša į aš skapa vęntingar um gróša en lķtiš rętt um įhęttuna sem fylgir žvķ aš hengja 2.000 MW raforku į einn višskiptavin, einn kapal sem getur bilaš og hvaš žį? Sölumenn hjį Landsvirkjun eru komnir langt fram śr umboši sķnu žegar žeir įforma aš hefja višręšur viš bresk stjórnvöld um kapal til Ķslands."

Žannig hljóšar nżleg fęrsla Frosta Sigurjónssonar, žingmanns Framsóknarflokksins ķ Reykjavķk og formanns efnahags- og višskiptanefndar Alžingis, į sķšu hans į Facebook. Ķ athugasemdum viš fęrsluna bętir Frosti žvķ viš aš hann hafi kynnt sér mįliš ķ žaula. Og lżsir m.a. įhyggjum sķnum af žvķ hvaš muni gerast ef kapallinn verši lagšur en svo verši breyting į orkustefnu breskra stjórnvalda.

Kapallinn yrši mun afkastaminni en Frosti nefnir

Żmislegt ķ žessum oršum Frosta er nokkuš athyglisvert. Ķ fyrsta lagi mį geta žess aš hvergi ķ opinberri umręšu hefur veriš rętt um svo stóran kapal sem Frosti nefnir. Almennt hefur veriš talaš um aš kapallinn gęti oršiš nįlęgt 800-1.200 MW. Ž.e. um helmingi minni en žingmašurinn nefnir. Sökum žess aš ķslenska raforkukerfiš er einungis rśmlega 2.700 MW er augljóst aš žaš skiptir afar miklu hvort kapallinn yrši t.d. 800 MW eša 2.000 MW. Žaš hjįlpar ekki ķ umręšunni aš grķpa svo hįa tölu śr lausu lofti sem žingmašurinn žarna gerir.

Engu aš sķšur mį hér geta žess aš fyrirtękiš ABB tilkynnti nżlega aš svo stórir kaplar nešansjįvar séu nś tęknilega višrįšanleg framkvęmd. Og aš fyrirtękiš geti nś framleitt slķka kapla sem geti flutt raforku allt aš 1.500 km leiš meš hagkvęmum hętti. Allt bendir žvķ til žess aš verkefniš, ž.e. kapall milli Bretlands og Ķslands, sé tęknilega raunhęft og žaš hvort sem kapallinn yrši 800 MW eša 2.000 MW. Žetta eitt og sér eru talsverš tķšindi og rennir sterkari stošum undir verkefniš en įšur var.

[Višauki: Frosti hefur nś breytt tölunni ķ 700 MW. Sem er nęr žvķ aš vera ešlileg tala um stęrš strengsins. En af žessu mį draga žį įlyktun aš hann er bersżnilega andstęšur raforkusölu til įlvers ķ Helguvķk og įlversins į Reyšarfirši].

Breska rķkiš eša breska dreifikerfiš yrši ekki kaupandi raforkunnar

Ķ öšru lagi er vert aš hafa ķ huga aš hvergi hefur komiš fram aš til standi aš selja raforkuna sem fęri um kapalinn frį Ķslandi til eins tilekins višskiptavinar; hvorki til breska rķkisins, til National Grid né til annars tiltekins ašila. Heldur er um žaš aš ręša aš bresk stjórnvöld įbyrgist lįgmarksverš fyrir raforkuna (svipaš og žau hafa veriš aš gera ķ samningum viš t.d. norska Statkraft og danska Dong Energi vegna raforku frį nżjum vindorkuverum į hafi śti). Varla er til öruggari og betri įbyrgš en žessi. Žaš aš Frosti kalli žetta fyrirkomulag „aš hengja 2.000 MW raforku į einn višskiptavin" er einfaldlega villandi og ekki ķ samręmi viš stašreyndir mįlsins. [Og žetta er jafn villandi eins og įšur žó svo Frosti hafi nś breytt tölunni ķ 700 MW].

Bilanaįhętta veršur ekki virt aš vettugi

Ķ žrišja lagi eru įhyggjur af bilun ķ kaplinum ekki įstęša til aš vera andsnśinn eša vara viš hugmyndinni um rafstreng. Žarna er um aš ręša atriši sem aš sjįlfsögšu yrši ekki skiliš eftir ķ lausu lofti. Žaš er vissulega skynsamlegt og ešlilegt aš Frosti og ašrir hugi aš žessari įhęttu. En ķ reynd er žetta eitt žeirra įhęttuatriša sem samiš yrši um hvernig verši dregiš śr eša aflétt eins og kostur er (t.d. meš įbyrgšarskilmįlum og tryggingaskilmįlum). Žaš er augljóst aš enginn kapall yrši lagšur nema višsemjendur nęšu įsęttanlegri nišurstöšu um hvernig fara į meš žessa įhęttu.

Mögulegar breytingar į orkustefnu Breta fela ekki ķ sér įhęttu

Ķ fjórša lagi eru įhyggjur af breyttri orkustefnu Breta ekki įstęša til aš vera andsnśinn eša vara viš hugmyndinni um kapal. Breytt orkustefna Breta myndi ekki geta breytt įšur geršum samningsskuldbindingum breskra stjórnvalda viš t.d. ķslensk stjórnvöld eša ķslensk eša norsk eša dönsk orkufyrirtęki. Breyting į orkustefnu Breta myndi žvķ meš engu móti geta hnikaš umsömdum orkukaupum eša umsömdu orkuverši.

Vęntingar um hagnaš eru vissulega ekki i hendi en byggja į sterkum forsendum

Ķ fimmta lagi vekur athygli aš žingmašurinn notast žarna viš oršiš gróša. En ekki t.d. hagnaš eša aukna aršsemi til handa ķslensku orkufyrirtękjunum og žar meš til handa ķslenskum almenningi. Žaš er stašreynd aš hugtakiš gróši hefur fremur neikvęša skķrskotun (sbr. lżsingaroršiš grįšugur eša nafnoršiš gręšgi). Žarna er žvķ strax sleginn viss tónn hjį žingmanninum - tónn sem er andstęšur kaplinum - og leitast viš aš gera lķtiš śr hagnašarvoninni fyrir Ķslendinga.

Žaš er skynsamlegt aš fara varlega ķ vęntingar um aš mjög gott eša mjög hįtt verš muni bjóšast vegna śtfluttar raforku. En žaš er stašreynd aš bresk stjórnvöld hafa komiš upp įkvešnu kerfi eša fyrirkomulagi sem gerir rįš fyrir mjög hįu orkuverši (žetta er gert til aš liška fyrir meiri og fjölbreyttari ašgangi aš raforku). Vęntingar um hįtt verš og mikla aršsemi af raforkusölu til Bretlands byggja žvķ į prżšilega sterkum forsendum. En til aš fį į hreint hvaša verš bżšst er einfaldlega naušsynlegt aš ganga til formlegra višręšna viš Breta.

Landsvirkjun er ekki aš fara ķ višręšur viš Breta um raforkuvišskipti 

Ķ sjötta lagi vekur žaš nokkra undrun aš žingmašurinn tali um aš Landsvirkjun įformi aš hefja višręšur viš bresk stjórnvöld um kapalinn. Žaš er nś svo aš žó Landsvirkjun hafi undanfarin misseri og įr ķtrekaš kynnt žann möguleika aš įhugavert kunni aš vera aš rafstrengur yrši lagšur milli Ķslands og Evrópu (og m.a. kynnt žennan möguleika į fundum og rįšstefnum innanlands og erlendis) žį felur slķkt aušvitaš ekki ķ sér samningavišręšur.

Žaš hefur hvergi komiš fram aš Landsvirkjun hugi į einhverskonar samningavišręšur um kapal milli Ķslands og Bretlands viš bresk stjórnvöld. Og žaš er augljóst aš forręši um samninga ķ mįlinu er ķ höndum stjórnvalda. Ég skil žvķ ekki af hverju žingmašurinn segir Landsvirkjun įforma aš hefja višręšur viš bresk stjórnvöld um kapal til Ķslands. Eša veit hann žarna kannski eitthvaš meira en sį sem žetta skrifar? Eša er žessi pirringur žingmannsins, sem žarna kemur fram śt ķ Landsvirkjun, kannski byggšur į misskilningi eša einhverju allt öšru en mįlefnum sem snśa aš kaplinum?

Aš auki mį hér nefna aš sį sem žetta skrifar hefur fengiš ašgang aš tölvupóstum milli breskra og ķslenskra stjórnvalda, žar sem skżrt kemur fram aš mögulegar samningavišręšur um kapalinn muni fara fram milli viškomandi stjórnvalda. Um žetta er enginn vafi og enginn įgreiningur og žvķ er ekkert tilefni fyrir žingmanninn aš vera aš hnżta žarna ķ Landsvirkjun. En hann mį aušvitaš skammast śtķ Landsvirkjun ef hann vill. Ég hefši žó tališ aš žingmönnum žętti žaš bęši fullkomlega ešlilegt og nįnast skylda Landsvirkjunar aš skoša hina żmsu möguleika sem orkuvišskipti geta skapaš okkur ķslensku žjóšinni; eiganda fyrirtękisins.

Višręšur viš Breta hafa legiš nišri vegna įhugaleysis eša seinagangs ķslenskra stjórnvalda 

Vert er aš vekja athygli į žvķ aš ķ jśnķ 2013 óskaši DECC (breska orkumįlarįšuneytiš) eftir fundi meš fulltrśum ķslenska išnašarrįšuneytisins til aš ręša mögulegan rafstreng. Erindiš fór ķ gegnum sendirįš Ķslands ķ London og var sammęlst um fundardag ķ jślķ ķ sendirįšinu. En fundurinn var afbošašur meš stuttum fyrirvara af hįlfu Ķslands. Įstęšan var aš išnašarrįšherra ķslands hafnaši žvķ aš ręša mįliš aš svo stöddu - og žaš žó svo sendiherrann benti išnašarrįšuneytinu hér į aš žetta myndi einungis verša višręšufundur, sem gęti skilaš višbótarupplżsingum og engar bindandi įkvaršanir yršu teknar.

Žessi vinnubrögš ķslenskra stjórnvalda hafa eflaust vakiš nokkra undrun Breta (ég sį žetta ferli śr skjölum sem ég fékk ašgang aš frį DECC į grundvelli breskra laga um upplżsingaskyldu, įsamt skjölum sem ég fékk afhent frį sendirįšinu og išnašarrįšuneytinu eftir margķtrekaša beišni žar um). Sķšan hafa engar formlegar višręšur fariš fram viš Breta um strenginn, nema hvaš orkumįlarįšherrar landanna hittust ķ vor en žaš leiddi ekki til višręšna. Af hverju er žetta stopp? Kannski er tilefni til aš Frosti Sigurjónsson spyrji rįšherra um žetta į Alžingi?

Lokaorš

Hér aš ofan vék ég aš žvķ aš sjįlfsagt sé aš fara varlega ķ aš įętla raforkuveršiš og varast aš skapa of miklar vęntingar um hagnaš okkar af sęstreng. En höfum ķ huga aš Bretar eru geysilega įhugasamir um aš liška fyrir svona nżjum orkuverkefnum meš žvķ aš įbyrgjast lįgmarksverš sem er mjög hįtt. Og eina leišin til aš komast aš nišurstöšu um žaš hvaša orkuveršs megi vęnta og hvernig ętti aš standa aš framkvęmdinni, ef hśn yrši aš veruleika, er aš ganga til višręšna viš Breta.

Slķkar višręšur bera enga įhęttu. Žess vegna ęttu t.a.m. žingmenn allir aš geta veriš sammįla um aš kanna žetta til fulls - ķ staš žess aš reyna aš tala hugmyndina nišur. Žaš eina skynsama ķ mįlinu er aš ganga til beinna višręšna viš Breta og fį žannig skżra sżn į žaš hvort verkefniš sé raunhęft og įhugavert ešur ei. Af hverju ķ ósköpunum er ekki bara gengiš ķ žaš aš koma žarna formlegum višręšum ķ gang og sjį hvaš kemur śt śr žeim? Žaš kęmi žį ķ ljós hvort sęstrengshugmyndin sé byggš į sandi. Eša hvort žetta sé jafnvel stęrsta efnahagslega tękifęri Ķslands og žarna sé einstakt tękifęri į meiri veršmętasköpun og nżrri og afar mikilvęgri tekjulind fyrir žjóšina og žaš ķ beinhöršum erlendum gjaldeyri. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband